Þar sem rafmagnsverð er í sögulegu hámarki hér í Noregi finnst okkur við hæfi að hafa “rafmagn” sem næsta þema í Gestaherberginu, sem er þáttur, sendur út beint frá Stúdíó 3 í Noregi.
Sjáum til hvað við finnum til að spila! Tökum fagnandi á móti öllum ábendingum 🙂
Það verður samt hægt að biðja um önnur óskalög eins og alltaf. Og hægt að hringja í okkur eins og alltaf.
Síminn er 5800 580. Við munum svara eftir bestu getu.

Fylgist með þættinum Gestaherbergið á FM Trölla á þriðjudögum kl. 17:00 til 19:00.

FM Trölli næst á FM 103.7 á Tröllaskaga, í Skagafirði, á Hvammstanga og nágrenni og auðvitað um allan heim hér á vefnum trolli.is

Minnum sjómenn á hafi úti og aðra með takmörkuð netsambönd á www.skip.trolli.is