Fasteignamiðlun kynnir eignina Hlíðarvegur 20, 580 Siglufjörður, nánar tiltekið eign merkt 01-05, fastanúmer 235-8136 ásamt öllu því sem eigninni fylgir, þar með talið tilheyrandi lóðar og sameignarréttindi. Eignin Hlíðarvegur 20 er skráð sem hér segir hjá FMR: Eign 235-8136, birt stærð 85.3 fm.
Sjá myndir: HÉR
Nánari upplýsingar veitir Arndís Erla Jónsdóttir Löggiltur fasteignasali, í síma 6907282, tölvupóstur arndis@fasteignamidlun.is.
Um er að ræða 3ja herbergja íbúð í nýlega uppgerðu fjölbýlishúsi á frábærum stað á Siglufirði. Íbúðin er staðsett á 1. hæð eða inngangshæð en lyfta er í húsinu.
Gengið er inn í sameiginlegt andyri þar sem er lítið setusvæði með sófa og stólum. Eignin var áður nýtt sem skólahús og er því mikil lofthæð og mjög stórir gluggar.
Íbúðin er í suðurenda eignarinnar og skiptist í andyri, samliggjandi eldhús og stofu, tvö svefnherbergi og geymslu.
Nánari lýsing:
Gengið er inn í andyri/hol með góðum svörtum skápum og fatahengi. Fjótandi hvíttað harðparket er á allri eigninni fyrir utan votrými, baðherbergi og geymslu. Opið rými með eldhúsi og stofu með stórum gluggum og aðgengi út á svalir. Svefnherbergin eru tvö mjög rúmgóð og stór, annað með svörtum fataskápum. Mikið gluggarými er í herbergjunum og baðherbergi. Baðherbergi er mjög stórt og hefur einnig verið nýtt sem þvottarými. Geymsla er inn af baðherbergi með steyptu lökkuðu gólfi og opnanlegu fagi.
Andyri: svartur skápur og opið hengi.
Eldhús: Innrétting er svört með neðri skápum, háum skápum, innbyggðum ísskáp og langri hillu. AEG ofni og helluborði.
Stofa: Stofa og eldhús liggja saman í opnu rými með útgang út á suðursvalir.
Svefnherbergi: Svefnherbergin eru tvö misstór. Hjónaherbergi er mjög rúmgott með stórum fataskáp. Hitt svefnherbergið er minna en bæði eru með mikilli lofthæð og stórum gluggum.
Baðherbergi: er mjög rúmgott með flísalögðum walk in sturtuklefa, upphengdu klósetti, vask og svartri innréttingu. Tengi er fyrir þvottavél og nóg pláss fyrir þurkrými.
Geymsla: er inn af baðherbergi í lokuðu rými. Mikið hillupláss og gluggi með opnanlegu fagi. Gólfið er lakkað.
Svalir: eru út frá sameiginlegu rými eldhúss og stofu. Stálsvalir með timburgólfi.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi – 0,4% – 0,8% hjá einstaklingum og 1,6% hjá lögaðilum af heildarfasteignamati.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðflutningsskjölum, mögulegu veðleyfi o.fl. – kr. 2.700 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar. Nánari upplýsingar á t.d. heimasíðu lánastofnana.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu, sbr. þjónustusamning.
Fasteignamiðlun ehf. – Grandagarður 5 – 101 Reykjavík – Arndís Erla Jónsdóttir löggiltur fasteignasali
Úr skilalýsingu eftir endurbætur.
Húsið var teiknað hjá Húsameistara ríkisins undir umsjón Guðjóns Samúelssonar og var formlega tekið í notkun sem skólahús 6. október 1957.
Breytingar hafa verið gerðar á innra fyrirkomulagi og auk þess bætt við þakkvisti og svölum.
Breytingarteikningar eru gerðar af Elínu Þorsteinsdóttir innanhússarkitekt og Verkfræðistofu Hauks Ásgeirssonar ehf.
Húsið er staðsteypt, alls þrjár hæðir auk rishæðar. Nýtt gler er í húsinu frá Glerborg ehf. Gluggar eru trégluggar. Nýjar stálsvalir með timburgólfi smíðaðar hjá SR Vélaverkstæði á Siglufirði eru á öllum íbúðum. Handrið á svölum er með stálrimlum.
Nýtt ofnakerfi er í húsinu og eru ofnar frá Ísleifi Jónssyni ehf. en verktaki pípulagna er fyrirtækið Norðurlagnir sf. Raflagnakerfi í húsinu hefur verið endurhannað af fyrirtækinu Rafnýtingu ehf.
Inngangar í húsið eru bæði frá Vallargötu á norðurhlið hússins og að ofanverðu frá Hlíðarvegi. Bílastæði eru bæði að neðanverðu við Vallargötu þar sem lóð er grófjöfnuð og að ofanverðu við Hlíðarveg þar sem lóðin er malbikuð. Íbúðir í húsinu eru 15 talsins: 4. íbúðir á jarðhæð, 5 íbúðir á 1. hæð, 4 íbúðir á 2. hæð og 2. íbúðir í risi. Sameign í húsinu verður fullfrágengin með dúk á gólfum. Lyfta er í húsinu.