Allir greiðendur fasteignagjalda til sveitarfélagsins, einstaklingar og lögaðilar, geta nú nálgast álagningarseðla í Þjónustugátt á heimasíðu sveitarfélagsins.
Álagningin fasteignaskatts og annarra fasteignagjalda byggir á heimildum í lögum um tekjustofna sveitarfélaga.
Fasteignaskattur er lagður á allar fasteignir sem metnar eru í fasteignamati 31. desember á næstliðnu ári. Bæjarstjórn ákveður skatthlutfall næsta árs, sem getur verið að hámarki 0,5% af fasteignamati (Fasteignaskattur A fyrir íbúðarhúsnæði o.fl.), 1,32% fyrir sjúkrastofnanir, skóla, íþróttahús og bókasöfn og allt að 1,32% fyrir aðrar fasteignir.
Álagningarhlutfallið í Fjallabyggð 2025 er 0,46% af heildar fasteignamati. Hlutfallið er óbreytt milli ára og lækkaði úr 0,48% í 0,46% árið 2023.
Fasteignamat í Fjallabyggð hækkar að meðaltali um 15,3% milli 2024 og 2025 og skýrist hækkunin af þeim kaupsamningum sem gerðir voru á viðkomandi matssvæði sem leiðir til hærri krónutölu fasteignaskatta.
Fasteignamat allra eignategunda í Fjallabyggð hefur hækkað að meðaltali um 10,4% milli 2022-2023, 12,4% milli 2023-2024 og 10,7% milli 2024-2025. Á þessu tímabili hefur mat íbúðareigna hækkað um 20,8% (2022-2023), 14,3% (2023-2024) og 17,2% (2024-2025).
Þar að auki hækkar sorphirðugjald úr 73.100 í 95.000 milli ára. Vatns- og fráveitugjöld lækka úr 0,275% í 0,27% af heildar fasteignamati eignar.
Álagningarseðlar eru sendir á pappírsformi til þeirra greiðenda sem þess óskuðu. Greiðslukröfur vegna fasteignagjalda birtast í öllum heimabönkum og greiðsluseðlar sendir þeim sem óskað hafa eftir að fá þá heimsenda.
Við álagningu nú í janúar er reiknaður afsláttur á fasteignaskatt til hjá elli- og örorku lífeyrisþegum og miðað er við tekjur ársins 2023. Ekki er þörf á að sækja sérstaklega um þennan afslátt.
- Upplýsingar HMS um fasteignamat 2025
- Álagningarreglur fasteignagjalda 2025
- Reglur um afslátt af fasteignaskatti
Nánari upplýsingar um álagninguna og innheimtu eru veittar í síma 464 9100 eða í innheimta@fjallabyggd.is