Flutningur gámasvæðis sem hefur verið norðan við Óskarsbryggju hófst þann 11. júlí.
Nýtt svæði er við Ránargötu gengt móttökusvæði Íslenska gámafélagsins. Flutningurinn hefur verið unnin í samvinnu við eigendur gámanna og voru þeir til staðar þegar flutningurinn hófst. Áætlað er að verkinu ljúki á föstudag.
Í ágúst verður hafist handa við tiltekt á gámasvæðinu á Ólafsfirði. Það verkefni er unnið í samvinnu við Hringrás.
Bæði verkefnin eru hluti af átakinu Fegrum Fjallabyggð.
Færa gámasvæðið við Öldubrjót
Mynd/Fjallabyggð