Fyrir nokkrum dögum birti trolli.is frétt af ævintýraferð nemenda MTR til Ítalíu. Hér á eftir er ferðasaga sem Ida Semey sendi okkur.

Hópurinn kom til Castel di Sangro á sunnudagskvöld, þar sem fjölskyldur tóku á móti nemendum, svo var farið í skólann á mánudagsmorgun til að klára verkefni með Idu Semey og nemendur fengu að upplifa það að skilja ekkert af því sem fram fór. Að því loknu fóru nemendurnir heim með gestgjöfum sínum. Um kvöldið kom spænski hópurinn frá Lanzarote, og fóru allir saman út að borða.

Snemma á þriðjudagsmorgunn var farið í tveggja og hálfs tíma rútuferð til Pompei og borgin forna skoðuð í rúma 6 klukkutíma, en borgin grófst undir ösku og grjót í gríðarlega miklu eldgosi í Vesúvíusi sem er þar skammt frá, og fólkið fórst úr gaseitrun eða grófst undir ösku og öðrum gosefnum.

.

Ida Semey skrifar:

“Og þá hefst fjörið. Ég get alveg sagt að það er þess virði, þó langt sé að hlusta á sögu í 3 klst. á ensku, að það var ýmislegt sem vakti athyglina, svona eins og það að fara saman á klósettið og gera þarfir sínar og hvernig maður skeindi sig á tímum sem ekki var til pappír.

Merkilegt að hugsa sér að Colosseum gat rúmað allt að 80.000 manns og að það tók aðeins 20 mínutur að rýma það, enda hliðin ansi mörg. Og hvernig hægt hefur verið að sjá hvernig bygginarnar litu út á sínum tíma ( fyrir 2000 árum) þökk sé myndunum sem voru á peningunum. Colosseum var byggt á 10 árum af yfir hundrað þúsund manns og til þess voru m.a. notaðir steinar og annað frá Júdeu þar sem Rómverjar höfðu lagt allt í rúst. Colosseum er í laginu eins og 2 leikhús sett saman og það var ókeypis að koma inn á alla viðburði, fólk var staðsett samkvæmt félagslegri stöðu sinni inni í hrinleikahúsinu og yfirleitt voru fáar konur meðal áhorfenda.

.

Íbúar á gullöld Rómverja (2. öld e.k ) voru 1,5 miljón manns og snarfækkaði þeim eftir fall Rómarveldis. Gladiatorar voru íþróttastjörnur síns tíma og þénuðu slatta af peningum, fengu góða þjálfun og gátu keypt sig úr þrældóm.
Merkilegt er líka að Forum Romano var grafin undir mörgum metrum af mold og drullu eftir fall Rómaveldis þangað til á síðustu öld og að enn séu notuð klök-in, sem voru gerð löngu fyrir Krist, til þess að þurkka upp svæðið sem miðborg gömlu Rómar er byggt á.

Svona gæti ég haldið áfram en það tekur sinn tíma að melta þetta. Hópurinn var orðinn ansi þreyttur og lúinn eftir 2 tíma og við settumst niður og fengum okkur svo rosalega góðar eldbakaðar pítsur. Við sitjum núna á gistiheimilinu og leggjum bráðum af stað í Metro og svo í rútu til Castel di Sangro seinna í kvöld.

.

Pompei fagra. Sól og blíða og (of) mikið labb í dag í Pompei en vá hvað þetta er merkilegur og ótrúlega magnaður staður sem að mörgu leyti þarf tíma til að melta og upplifa. Við fengum aðeins smá hugmynd eftir að labba í 6 tíma!! En sáum margt og fengum margt að vita sem þarf aðeins smá tíma til að rifja upp áður en hægt er að segja frá því.

Við fengum að upplifa forna menningu og velta fyrir okkur hvernig þjóðfélög hafa þróast á mismunandi hátt, hvernig fólk lifði og hvað það gerði, sáum þvottahús þar sem fötin voru þvegin með þvagi sem safnað var í stór ker, síðan voru þrælar notaðar sem þvottavél með því að trampa á fötunum í vatni með þvagi, sáum dómshús, bakarí með steinaofni og myllu, eitt af mörgum vændishúsum, verslanir og hringleikahús, böðin sem voru bæði köld og heit, garða, stór hús með mósaík á gólfinu og málverk á veggjunum, risa torg, götur og stræti og margt, margt fleira.

 

.

Það er merkilegt hvernig 4.000 manna borg getur þurrkast út við náttúruhamfarir, eins og tíminn hafi stoppað á þeim stað og hvernig það hefur haft áhrif á þjóð-/samfélög. Hægt er velta fyrir sér hvernig það hefur komið við í tímanna rás á mismunandi svæði með ekki ólik einkenni – á ég hér við eldfjallalönd eins og löndin 3 sem eru í verkefninu okkar.

Dagurinn endaði á smá heimsókn í Napoli og svo vorum við komin heim um 22:30. Á morgun er frídagur hjá öllum og er kennarahópurinn að fara saman í bíl niður að austurströndinni og nemdendurnir fara með sínum fjölskyldum og gestgjöfum í einhverjar ferðir. Eigið gott kvöld :-)”.

Næsta dag hitti hópurinn bæjarstjórann meðal annars, og kynnti verkefnið sem þau nefna “valdefling ungs fólks til eigin atvinnusköpunar”. Hugmyndin að þeirri atvinnusköpun er bílaþvotta fyrirtæki sem hægt væri að reka hér á Tröllaskaga.

Sjá einnig eldri frétt hér á trolli.is

.

 

.

 

.

 

.

 

.

 

Með bæjarstjóranum