• pylsubrauð
  • rækjusmurostur
  • beikon

Hitið ofninn i 225°. Smyrjið pylsubrauðið með rækjusmurosti og vefjið beikoni utan um það. Reiknið með 3-4 beikonstrimlum á hvert pylsubrauð.

Á 10 pylsubrauð fernánast heilt box af rækjusmurostinum. Raðið fylltu pylsubrauðunum á ofnplötu og bakið í ca 15-20 mínútur eða þar til beikonið er tilbúið. Berið fram með góðu salati.

 

Uppskrift: Ljúfmeti og lekkerheit