Einfalt fiskgratín með sveppum
- 700 g þorskur eða ýsa
- 1 tsk + ½ tsk salt
- 250 g sveppir
- 2 msk bragðdauf olía
- 2 hvítlauksrif
- 2 dl rjómi
- ½ – 1 msk maizena
- ½ – 1 grænmetisteningur
- 1 dl rifinn ostur
Hitið ofninn í 200°. Saltið fiskinn með 1 tsk af salti og leggið hann i eldfast mót. Skerið sveppina í sneiðar og steikið í olíu í um 5 mínútur. Skalið og fínhakkið hvítlaukinn og steikið hann með sveppunum síðustu 2 mínúturnar.
Kryddið með ½ tsk af salti og hellið rjóma saman við. Látið sjóða í 2 mínútur og bætið þá maizenasterkju í sósuna. Setjið grænmetiskraft út í og látið sjóða um stund.
Hellið sveppasósunni yfir fiskinn, stráið rifnum osti yfir og bakið í miðjum ofni í um 20 mínútur.

Uppskrift: Ljúfmeti og lekkerheit