Bæjarráð Fjallabyggðar hefur hafnað beiðni Aðalheiðar S. Eysteinsdóttur um lækkun fasteignagjalda vegna Alþýðuhússins á Siglufirði, sem er í hennar eigu.
Í erindinu óskaði Aðalheiður eftir styrkveitingu í tengslum við menningarstarfsemi í húsinu, en bæjarráð taldi að starfsemin félli ekki undir hefðbundna starfsemi félaga og félagasamtaka sem heimilt er að veita slíka styrki til samkvæmt reglum sveitarfélagsins.
Bæjarráð hafnaði beiðninni á þeim grundvelli að um íbúðarhúsnæði væri að ræða og að þegar liggi fyrir tillaga um lækkun fasteignagjalda fyrir árið 2026. Erindinu var jafnframt vísað til gerðar fjárhagsáætlunar og umfjöllunar um almenna styrki til menningarstarfs.