Bæjarstjórn Fjallabyggðar harmar þá stöðu sem fyrirtækið Vélfag, sem stofnað var á Ólafsfirði fyrir 30 árum, er komið í og uppsagnir starfsmanna í kjölfar þeirrar stöðu.
Fyrirtækið Vélfag hefur skapað mikilvæg tækni- og nýsköpunarstörf í sveitarfélaginu Fjallabyggð, störf sem eru smærri sveitarfélögum einstaklega mikilvæg, og byggt upp atvinnustarfsemi sem sinnir viðskiptavinum um allan heim.
Bæjarstjórn Fjallabyggðar vonast til þess að ásættanleg niðurstaða náist í málefnum fyrirtækisins þannig að starfsemi þess geti haldið áfram að þróast og skapa mikilvæg störf.
Mynd/Magnús Ólafsson




