Sveitarfélagið Fjallabyggð var eitt 16 sveitarfélaga sem hlutu viðurkenninu Jafnréttisvogarinnar, hreyfiaflsverkefnis FKA árið 2025. 90 fyrirtæki, 22 opinberir aðilar og 16 sveitarfélög hlutu viðurkenningu að þessu sinni.

Jafnvægisvogin, hreyfiaflsverkefni Félags kvenna í atvinnulífinu (FKA), hélt í dag sína árlegu viðurkenningarathöfn en athöfnin var fyrst haldin árið 2019. Í ár er fjöldi viðurkenningarhafa alls 128 en það eru þeir þátttakendur sem náð hafa markmiði verkefnisins um jöfn kynjahlutföll í framkvæmdastjórn/efsta lagi stjórnunar.

Að hreyfiaflsverkefninu standa, auk FKA, dómsmálaráðuneytið, Creditinfo, Deloitte, Pipar\TBWA, Ríkisútvarpið, Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi og Sjóvá

Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, sviðsstjóri velferðarsviðs Fjallabyggðir veitti viðurkenningunni viðtöku í gær. Dr. Ásta Dís Óladóttir, prófessor við Háskóla Íslands og formaður Jafnvægisvogarinnar opnaði hátíðina og hrósaði stjórnendum fyrir eftirtektarverðan árangur í jafnréttismálum. Gunnar Gunnarsson, forstöðumaður greiningar og ráðgjafar hjá Creditinfo, flutti fræðandi erindi undir heitinu „Er þetta ekki komið?“ og dómsmálaráðherra, Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir, flutti áhugavert og hvetjandi ávarp.

jarkey Olsen Gunnarsdóttir, sviðsstjóri Velferðarsviðs Fjallabyggðar veitti viðurkenningunni móttöku.

Heimild og mynd/Fjallabyggð