Með fundarboði á 850. fund bæjarráðs Fjallabyggðar fylgdi beiðni Knattspyrnufélags Fjallabyggðar um styrk til að greiða kostnað vegna vallarleigu utan sveitarfélagsins, kostnaðaryfirlit vegna umrædds kostnaðar, og afrit af reikningum vegna tiltekinnar vallarleigu.

Í kostnaðaryfirlitinu er einnig samantekinn kostnaður vegna aksturs.

Þar sem KF hefur ekki aðstöðu til að stunda æfingar innan sveitarfélagsins að vetri til er lagt til að styrka félagið um allt að kr. 1.700.000, gegn framvísun reikninga á útlögðum kostnaði vegna leigu á æfingaaðstöðu.

Bæjarráð samþykkir framlagða reikninga vegna leigu á æfingaaðstöðu.