Unnið er að tiltekt á gámageymslusvæði Fjallabyggðar á Ólafsfirði þar sem svæðið hefur verið sléttað og gámum raðað betur upp. Markmiðið er að snyrta til og bæta ásýnd svæðisins sem hefur um árabil nýst íbúum og fyrirtækjum sem geymslusvæði.

Þrátt fyrir umfangsmikla vinnu sveitarfélagsins eru enn margir lausir munir á svæðinu sem eftir stendur að fjarlægja. Fjallabyggð hvetur eigendur eindregið til að sækja eigur sínar sem allra fyrst svo unnt verði að ljúka tiltektinni.

Sveitarfélagið minnir á að verði lausir munir ekki fjarlægðir innan tilskilins tíma mun það grípa til aðgerða og fjarlægja þá á kostnað eigenda. Með þessu vill Fjallabyggð tryggja að svæðið verði snyrtilegt, öruggt og vel nýtt til framtíðar.

Myndir: fjallabyggd.is