Fjarðargangan sem fram átti að fara fram um síðustu mánaðarmót var frestað til 29. mars næstkomandi vegna snjóleysis á Ólafsfirði.

Engin snjókoma er í kortunum í vikunni og blasir það því við að ekki er hægt að halda fyrirhugaða göngu í ár.

Upplýsingapóstur hefur verið sendur til þeirra 97 sem skráðir voru í keppnina. Þetta er því miður staðan en við ráðum ekki við veðrið segir á facebooksíðu Fjarðargöngunnar.

Forsvarsmenn Fjarðargöngunnar ætla að halda ótrauðir áfram og hlakka til að sjá keppendur og gesti að ári í Ólafsfirði.

Mynd/Magnús G Ólafsson