Fjarðarhjólið fór fram í gær í blíðskaparveðri í Ólafsfirði og tókust mótshald og framkvæmd einstaklega vel.
Alls mættu 82 þátttakendur til leiks og skapaðist frábær stemning á marksvæðinu þar sem fjöldi áhorfenda fylgdist með keppninni. Sjá mátti yfir nánast alla keppnisbrautina frá marksvæðinu sem jók enn á upplifunina.
Í 22 km rafhjólaflokki karla sigraði Hjalti Jónsson (HFA), í öðru sæti varð Atli Steinn Sveinbjörnsson (HFA) og í þriðja Kristján Hauksson (SÓ). Í kvennaflokki bar sigur úr býtum Sólveig Anna Brynjudóttir (Hlíð Heilsurækt), í öðru sæti varð Silja Jóhannesdóttir (HFA) og í þriðja Björk Óladóttir (SÓ).
Í 8,8 km rafhjólaflokki karla vann Árni Helgason (Team Kleifar), annar varð Anton Dagur Björgvinsson og þriðji Ásgeir Frímannsson (Án þín). Í kvennaflokki sigraði Harpa Guðnadóttir (HFA), í öðru sæti varð Ásdís Ýr Kristinsdóttir (Hlíð Heilsurækt) og í þriðja París Anna Hilmirsdóttir (Hlíð Heilsurækt).
Í skemmtihjólinu voru þátttakendur 21 í sveitahringnum í góðu veðri og nutu dagsins, margir með persónulegum sigrum. Barnahjólið vakti einnig mikla athygli þar sem um 30 börn tóku þátt og stóðu sig frábærlega.








Úrslit og tíma má sjá á timataka.net.
Myndir/Fjarðargangan