Rauði krossinn á Siglufirði verður með opna hjálparmiðstöð í Heilsugæslunni á Siglufirði í dag frá kl. 14:00-18:00

Boðið verður upp á kex, kökur og heita drykki og umfram allt hlýju og samveru.

Þau heimili sem þegar hafa fengið rafmagn og heitt vatn eru vinsamlegast beðin um að fara sparlega með það.

Íbúar eru hvattir til að hafa samband við björgunarsveitina Stráka ef þeir þarfnast aðstoðar á einhvern hátt.
Björgunarsveitin Strákar Siglufirði sími 467-1801