Trilludagur var haldinn á Siglufirði í gær í ágætis verði.

Múgur og marmenni sótti viðburðinn og fóru tæplega 600 manns á sjóinn og veiddu sér til matar.

Trilludagur á Siglufirði er svo sannarlega öðruvísi fjölskylduhátíð sem haldin er af Fjallabyggð í samvinnu við eldhressa trillukarla, Kiwanisklúbbinn Skjöld á Siglufirði sem annast flökun og grill á hafnarbakkanum,

Björgunarsveitin Strákar annaðist gæslu á sjó og ungliðasveitirnar Smástrákar á Siglufirði og Djarfur í Ólafsfirði sáu meðal annars um gæslu á landi.

Andri Hrannar Einarsson fór um hafnarsvæðið í gær og tók myndir af ánægðum gestum Trilludags, sem sjá má í myndasyrpunni hér að neðan.

Trölli.is þakkar Andra Hrannari fyrir þessar skemmtilegu myndir.