Bláturnablús er lag af samnefndri plötu Gillons (Gísla Þórs Ólafssonar).

Lagið var tekið upp í Stúdíó Benmen á Sauðárkróki og var upptökustjórn í höndum Sigfúsar Arnars Benediktssonar.

Bláturnablús er 5. breiðskífa Gillons og kom hún nýlega út á vínyl.

Öll lög og textar eru eftir Gísla Þór Ólafsson, en hann hefur einnig gefið út 7 ljóðabækur.

Mynd á plötuumslagi: Óli Þór Ólafsson.