Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, hefur ákveðið að veita Samtökunum ´78 fjögurra milljóna króna húsnæðisstyrk vegna vatnstjóns og mygluskemmda á húsnæði samtakanna.

Vegna skemmdanna sendu samtökin beiðni um húsnæðisstyrk til forsætisráðuneytisins þar sem framkvæmdir vegna þeirra höfðu sett strik í rekstrarreikning samtakanna og er áætlaður kostnaður vegna skemmdanna um átta til tíu milljónir króna.