Síldarævintýrið hófst í gær með miklum myndarbrag og hefur fjöldi gesta lagt leið sína í bæinn til að njóta hátíðarinnar með heimafólki í blíðskaparveðri.

Meðfylgjandi eru myndir frá gærdeginum, fimmtudeginum 31. júlí.

Þar má sjá myndir frá skólabalanum, þar var boðið í veglegt grill fyrir bæjarbúa og gesti og auk þess eru myndir frá Síldarballi á Segli 67, þar sem Stúlli og félagi spiluðu gömlu síldarlögin.

Haglætisveður er í dag og spáin góð framundan.

Hægt er að skoða upplýsingar um allskonar viðburði á facebooksíðu Síldarævintýrsins: HÉR

Myndir frá grillveislunni á skólabalanum fimmtudaginn 21. júlí

Myndir frá Síldarballi Seguls 67 fimmtudaginn 31. júlí

Myndir/Haffý Magnúsdóttir