Fimmtudaginn hélt SR-Bygg líflega sumargleði fyrir gesti og gangandi. Boðið var upp á allskonar tilboð, börnin fengu glaðning og grillað var í hádeginu þar sem fjöldi manns mætti og borðaði það sem í boði var með góðri list.
FM Trölli mætt á svæðið og tók viðskiptavini í spjall beinni útvarpssendingu hjá Andra Hrannari í Undralandinu sem er alla virka daga á milli 13.00-16.00.
Meðfylgjandi eru nokkrar myndir sem teknar voru í SR-Bygg.

Jannis skemmti sér konunglega þegar Karólína var að spekúlera í hvaða skúringakústur hentað honum best

Alltaf notalegt að koma til þeirra í SR-Bygg

Brottflutti Siglfirðingurinn Erik Pálsson kíkti við. Hann sagðist koma að minnsta kosti einu sinni á ári heim á Sigló og oft 2-3 sinnum

Fjöldi manns kom og nýtti sér þann góða afslátt sem var á vörum
Frétt og myndir: Kristín Sigurjónsdóttir