Menntaskólinn á Tröllaskaga býður fólk velkomið á opinn fjölskyldudag, í samvinnu við Rótarýklúbb Ólafsfjarðar, laugardaginn 23. febrúar.

Í skólanum verður hægt að kynnast ýmsum tækjum og tækni, til dæmis sýndarveruleika, nærverum, laserskera og þrívíddarprentara. Hægt verður að fá myndir af sér á skemmtilegum bakgrunni og taka þátt í „google home“ spurningakeppni.

Á opnum Rótarýfundi verður hreyfingin og samfélagsverkefni hennar kynnt. Meðal annars framlag hennar til útrýmingar lömunarveiki og fjárstyrkir til samfélagsverkefna í Ólafsfirði. Nemendur Tónlistarskólans á Tröllaskaga sjá um tónlistarflutning.

Húsið verður opnað klukkan 13:30 og það verður heitt á könnunni og ástarpungar hjá Björgu.