Mikil úrkoma hefur verið í Fjallabyggð undanfarna sólarhringa, svo mikil að holræsakerfi Siglufjarðar hefur ekki undan. Það er nýbúið að endurnýja lagnir á Eyrinni og byggja nýjar dælustöðvar sem hafa ekki annað auknum vatnsflaum.

Fréttamaður Trölla.is fór og náði tali af nokkrum íbúum sem hafa fengið vatn inn í hús sín og segja þeir að vatnið hafi komið upp um niðurföll og salerni.

Starfsmenn Fjallabyggðar, Slökkviliðið og dælubílar frá Akureyri vinna hörðum höndum við að dæla úr húsum, holræsum og framhjá nýju dælunni í dæluhúsinu sem ekki annar vatnsflaumnum.

Trölli.is mun fylgjast frekar með í dag og hafa tal af þeim sem að málinu vinna.

 

Dælubíll frá Akureyri að dæla vatni framhjá nýju dælunni

 

Þórður Andersen hjá nágranna sínum. Þórður fékk vatn inn í bílskúrinn hjá sér og sagðist hafa tárast yfir þeim skemmdum sem hann varð fyrir

 

Mikið vatn fór inn í gömlu úrabúðina við Eyrargötu

 

Garðar, Guðný Helga og Halla Lára að Túngötu 18. Það flóði upp úr salerninu hjá þeim og þau voru að taka gólfefnin af sem skemmdust í flóðinu

 

Túngata 18

 

Túngata 18

 

Flóðavörn við Alþýðuhúsið

 

Vatnavextir

 

Það hafa margir lagt hönd á plóg við að forða Eyrinni frá frekari flóðum