“Við sóttum konu í skip sem var ca 140 sjómílur NA af Langanesi, tókum eldsneyti tvisvar sinnum úr lofti við varðskip sem var mitt á milli Norðurstrandarinnar og skemmtiferðaskipsins sem konan var í. Við enduðum á að vera 6 klukkustundir í lofti án þess að lenda og svo skemmtilega vildi til að fluglínan lá yfir Siglufjörð” segir Andri Jóhannesson þyrluflugmaður sem tók þessa (forsíðu) mynd af Siglufirði á leiðinni og sendi okkur á Trölla.is.

Í sam­tali við mbl.is seg­ir Guðmund­ur Rún­ar Jóns­son hjá Land­helg­is­gæsl­unni að um sögu­legt flug sé að ræða því þetta sé í fyrsta sinn sem þyrla Gæsl­unn­ar not­ast við sér­stak­an búnað (HIFR) sem ger­ir henni kleift að taka eldsneyti á ferð.

Þetta var í fyrsta sinn sem fyllt var á eldsneyt­i­stank þyrlunn­ar á ferð. Ljós­mynd/​Guðmund­ur St. Valdi­mars­son

Sjald­gæft er að þyrl­an sé kölluð út í verk­efni svo langt frá landi og neydd­ist hún til að taka eldsneyti á leið sinni frá Reykja­vík að skip­inu. Varðskip Gæsl­unn­ar, Týr, var á sigl­ingu um 80 kíló­metra norðaust­ur af Mel­rakka­sléttu með eldsneyt­i­stank og seg­ir Guðmund­ur að þyrl­an hafi híft upp eldsneyt­isslöngu af skip­inu og fyllt á tank­inn áður en haldið var að skemmti­ferðaskip­inu að sækja þann sjúka.

Þegar mbl.is náði tali af Guðmundi rétt rúm­lega tíu var búið að sækja sjúk­ling­inn og þyrl­an kom­in aft­ur að Tý þar sem fyr­ir­hugað var að fylla á tank­inn að nýju áður en haldið er til Reykja­vík­ur.

Skemmti­ferðaskipið sem um ræðir er franskt og var á leiðinni frá Sval­b­arða til Reykja­vík­ur þegar einn farþeg­inn veikt­ist skyndi­lega.

 

Frétt: mbl.is og Gunnar Smári Helgason
Forsíðumynd: Andri Jóhannesson
Seinni mynd: Guðmund­ur St. Valdi­mars­son