Það hefur vakið athygli viðskiptavina Kjörbúðarinnar á Siglufirði að þar hefur verið settur upp kassi með heimagerðum innkaupapokum. Pokana gerðu níundu bekkingar til að lána þeim viðskiptavinum sem gleymt hafa margnota pokunum sínum heima og koma í veg fyrir óþarfa plastnotkun.
Viðskiptavinir geta síðan skilað pokunum í næstu ferð í búðina.
Frumlegt og skemmtileg framtak hjá unglingunum í níunda bekk, þau eru svo sannarlega að leggja sitt af mörkum til að bæta umhverfið þar sem einnota umbúðir eru svo allt of algengar.

Frumlegt framtak
Myndir: Kristín Sigurjónsdóttir