Tilkynning barst lögreglunni á Norðurlandi vestra fyrr í dag vegna einshreyfils flugvélar sem hlekktist á í lendingu á Blönduósflugvelli.

Um borð í vélinni voru flugmaður og þrír farþegar. Þeir hafa verið fluttir til skoðunar á Heilbrigðisstofnun Norðurlands á Blönduósi. Meiðsl þeirra eru ekki talin alvarleg á þessari stundu.

Rannsóknardeild lögreglustjórans á Norðurlandi vestra ásamt rannsóknarnefnd samgönguslysa fara með rannsókn málsins.