Á mánudögum og fimmtudögum er boðið upp á föndurstarf á milli kl. 15 og 18 í samkomusalnum í Nestúni 4-6 á Hvammstanga. Stella Bára Guðbjörnsdóttir er leiðbeinandi.

Boðið er upp á að koma með eigin handavinnu eða prófa eitthvað nýtt, til dæmis postulínsmálun. Allt efni eins og litir, penslar og postulín til að mála á er til staðar, sem og brennsluofn.

Alltaf er tekin góð kaffipása, stundum koma góðir gestir og árlega fer hópurinn að heimsækja aðra handaverkshópa og sjá hvað þeir eru að gera.

Gaman væri að sjá nýtt fólk bætast í hópinn, allir velkomnir.

Mynd/Húnaþing vestra