Markmið verkefnisins var að búa til sameiginlega forvarnaáætlun fyrir Norðurland vestra til fjögurra ára sem stuðla myndi að farsæld og forvörnum allra barna á svæðinu.
Forvarnir eru til alls fyrst. Áætlunin gildir fyrir öll börn á leik/grunn og framhaldsskóla aldri á svæðinu og er öllum aðgengileg á heimasíðum sveitarfélaganna á Norðurlandi vestra.
Styrkur upp á 4 milljónir kom frá Sprotasjóði Rannís veturinn 2024 til að verkefnið gæti orðið að veruleika.
Að verkefninu komu fræðslustjórar og forvarnafulltrúar á öllu Norðurlandi vestra. Allir stjórnendur skólanna, starfsmenn, kennarar, foreldrar, SSNV, lögreglan og heilsugæslan.
Nemendur fengu svo tækifæri til að taka þátt í gegnum forvarnateymi svæðanna, nemendaráð skólanna, kannanir, þátttökuleiki og instagramsíðu verkefnisins. Einnig var kallað eftir skoðunum foreldra.
Það er von okkar að allir geti nýtt sér áætlunina, aðlagað hana að sínum stofnunum og nýtt það sem í henni er.
Verkefnisstjóri var Berglind Hlín Baldursdóttir.