Á vinnudegi kennara við Menntaskólann á Tröllaskaga kom Ingibjörg Þórðardóttir félagsráðgjafi og eigandi Hugrekkis – ráðgjafar og fræðslu og hélt fyrirlestur um ofbeldi almennt og þá sérstaklega gegn börnum. Einnig fjallaði Ingibjörg um eðli og afleiðingar ofbeldis gegn börnum, einkenni og möguleg viðbrögð. Að síðustu kom hún inn á heimilisofbeldi og ofbeldi í nánum samböndum. Fram kom hjá henni að á síðasta ári var barnavernd tilkynnt um 10.400 börn í samtals 13.142 tilkynningum.

Ingibjörg hefur haldið um árabil námskeið um ofbeldi, bæði ofbeldi gegn börnum, kynferðisofbeldi og heimilisofbeldi fyrir ýmsa hópa fagfólks og hefur þannig komið marga grunn- og leikskóla á Norður- og Austurlandi. Menntaskólinn á Tröllaskaga er fyrsti framhaldsskólinn sem fær hana til sín en fyrirhugaðar voru fleiri heimsóknir í framhaldsskóla á svæðinu þetta haustið.

Það var álit starfsfólks að fræðslan hafi verið sláandi en einnig upplýsandi og nauðsynleg. Eða eins og einn starfsmaður sagði: “það var erfitt að hlusta og heyra”. Fræðsla Ingibjargar kemur á góðum tíma inn í frekara starf á vegum skólans við endurskoðun á eineltis- og ofbeldisáætlunum og vinnu við forvarnir.

Mynd/SÁH