Ró­bert Guðfinns­son at­hafnamaður á Sigluf­irði hef­ur ákveðið að bjóða til sölu all­ar ferðaþjón­ustu­eign­ir sín­ar í bæn­um.

Róbert sagði í viðtali við Mbl.is “að hann hafi verið með tvær ein­ing­ar í upp­bygg­ing­ar­fasa á Sigluf­irði, ann­ars veg­ar í ferðaþjón­ustu og hins vegar í líf­tæknifyr­ir­tæk­inu Genís.

Það er nokkuð ljóst að Genís mun kalla á mjög mikla at­hygli á næstu miss­er­um, enda liggja þar feiki­leg tækifæri. Ég verð því að velja á milli þess að sinna Genís vel eða ferðaþjón­ust­unni,“

Eign­irn­ar sem um ræðir eru Sigló hót­el, Gisti­húsið Hvann­eyri og veit­ingastaðirn­ir Rauðka, Hann­es Boy og veit­ingastaður­inn Sunna á Sigló hóteli.