Nýlega fór fram menningarhátíðin Skafl í Alþýðuhúsinu á Siglufirði og í samstarfi við Ljósastöðina.

Í nærri vikutíma unnu 22 listamenn að margvíslegum verkefnum og viðburðum. 

Þar má nefna listsýningu Erlu Þórarinsdóttur í Kompunni, fyrirlestur Lefteris Yakoumakis um teiknimyndasögur, tónleika ADHD, samsýningu margra myndlistarmanna í Ráðhússalnum, gjörning í Tankanum og lokaskemmtun í Alþýðuhúsinu.

Allir viðburðir voru vel sóttir og sýna meðfylgjandi myndir brot af hinni góðu stemmingu sem ríkti þessa daga.

Myndir: Brák, Lydia og ÖK