Framkvæmdum við þjóðveg í þéttbýli á Ólafsfirði, áfanga 2, er að ljúka en ekki var gert ráð fyrir frágangi á milli göngu/hjólastíga og þjóðvegar í útboði á síðasta ári.

Að beiðni fulltrúa H-lista á 855. fundi bæjarráðs Fjallabyggðar, Helga Jóhannssonar hefur deildarstjóri skipulags – og framkvæmdasviðs tekið saman gögn vegna frágangs á framkvæmdinni.

Bæjarráð þakkaði sviðsstjóra skipulags- og framkvæmdasviðs fyrir fram komið minnisblað.

Samþykkt var að bæjarstjóra og sviðsstjóra er falið að ræða við Vegagerðina um aðkomu hennar að þeirri tillögu sem liggur fyrir í minnisblaði. Bæjarstjóra að öðru leyti falið að taka tillit til framkvæmdarinnar í fjárfestinga- og framkvæmdaáætlun 2025.

Forsíðumynd/skjáskot úr fylgiskjali