Á vef Ferðamálastofu kemur fram að opnað verður fyrir umsóknir í Framkvæmdasjóð ferðamannastaða í dag mánudaginn 27. september.

Sjóðurinn fjármagnar framkvæmdir á ferðamannastöðum og ferðamannaleiðum í eigu eða umsjón sveitarfélaga og einkaaðila. 

Markmið og hlutverk sjóðsins að stuðla að uppbyggingu, viðhaldi og verndun ferðamannastaða og ferðamannaleiða um land allt og styðja með því við þróun ferðaþjónustu sem mikilvægrar og sjálfbærrar stoðar í íslensku atvinnulífi. Það er jafnframt markmið sjóðsins að stuðla að jafnari dreifingu ferðamanna um landið og styðja við svæðisbundna þróun.

  • Fyrir hverja?
    Framkvæmdasjóður ferðamannastaða fjármagnar framkvæmdir á ferðamannastöðum og ferðamannaleiðum í eigu eða umsjón sveitarfélaga og einkaaðila.
  • Til hvers?
    Annars vegar vegna (Nýrrar) þjónustu/aðstöðu á ferðamannastað / ferðamannaleið. Hins vegar vegna úrbóta vegna náttúruverndar og/eða öryggis á ferðamannastað eða ferðamannaleið.

Umsóknarfrestur er frá 27. september til kl. 13 þriðjudaginn 26. október 2021. Nánari upplýsingar er að finna hér

Atvinnuráðgjafar SSNV veita aðstoð og ráðgjöf við gerð umsókna: