Þessa dagana eru starfsmenn Byggingarfélagsins Bergs, eða “Bergararnir” í óða önn að skipta um þakjárn á húsi við Hólaveg á Siglufirði.
Hús þetta var í hópi þeirra húsa á Siglufirði sem um var talað í grein Jóns Ólafs Björgvinssonar hér á vefnum í grein sem hann kallar: FURÐULEGAR GÖTUR 4 HLUTI – HÚS
Samkvæmt upplýsingum Trölla stendur til að klæða húsið að utan á næstunni.
Íbúar við Hólaveg og víðar ættu því að geta glaðst yfir því að ásýnd hússins stefnir hratt í að verða alveg til fyrirmyndar.