Framkvæmdir hafa staðið yfir undanfarið við að koma upp eldsneytistank og nýrri eldsneytisdælu frá OB við Ketilás í Fljótum. Verður það mikið til bóta því gamla dælan frá N1 var barns síns tíma og farin að láta á sjá. Dælan verður sennilega tekin í notkun í lok næstu viku, það á eftir að ganga frá ýmsu sem varðar umhverfisöryggi, rafmagni og interneti.

.
Það er orðið jólalegt í versluninni og þar er hægt að fá það helsta til að halda gleðileg jól. Rúna Júlíusdóttir á Helgustöðum er verslunarstjóri á Ketilási, þar er opið alla virka daga frá 13:00 – 17:00.
Auka opnun í kringum jól og áramót.
Föstudagurinn 21. desember 13:00-18:00
Þorláksmessa 10:00-12:00
Gamlársdagur 10:00-12:00

.

.

.

.

.

.
Myndir: Rúna Júlíusdóttir