Fyrir skemmstu hófust framkvæmdir við lagningu neysluvatnslagnar frá Hvammstanga að Laugarbakka til að bregðast við vatnsskorti sem hefur komið upp reglulega um nokkurt skeið. Framkvæmdin er mikilvægur þáttur í að bæta búsetuskilyrði á Laugarbakka og styrkja innviði svo efla megi atvinnustarfsemi á svæðinu
Um er að ræða 160 mm lögn. Tilboð í lagnaefni voru fengin frá þremur söluaðilum og var í kjölfarið samið við lægstbjóðanda sem var Set ehf. á Selfossi.
Óskað var tilboða í jarðvinnu. Fjögur tilboð bárust og hlaut Agnar Sigurðsson verkið en tilboð hans hljóðaði upp á 88% af kostnaðaráætlun. Starfsmenn áhaldahúss sjá um suðuvinnu.
Gert er ráð fyrir að verklok verði í september.
Þess má geta að til verkefnisins fékkst styrkur upp á kr. 15 miljónir úr byggðaáætlun. Sjá nánar hér.
Mynd/af vefsíðu Húnaþings vestra