Framkvæmdir standa yfir við Fiskbúð Fjallabyggðar á Siglufirði og er verslunin lokuð á meðan.

Eigendur fiskbúðarinnar, þau Valgerður Þorsteinsdóttir og Hákon Sæmundsson hafa staðið í framkvæmdum og hafa þegar tekið í gegn afgreiðslusvæðið og aðgengi viðskiptavina.

Nú er verið að taka í gegn og endurnýja vinnslusvæði og kæla.

Framkvæmdir taka um fjórar vikur og áætlað er að opna í júní.

Fiskbúðin opnar á ný eftir framkvæmdir