Framkvæmdir við endurbyggingu þaks sundlaugarinnar á Siglufirði eru hafnar og munu standa yfir fram á haust. Um er að ræða umfangsmikið verkefni þar sem nauðsynlegt er að reisa vinnugólf í sundlauginni sjálfri svo unnt sé að vinna að endurbótum á þaksperrum og klæðningu, bæði að innanverðu og utan.

Að sama skapi er nú lokið við endurbætur á þaki íþróttahússins á Ólafsfirði. Þar hafði vatnsleki úr lofti leitt til þess að ofanvatn komst í gegnum þakdúk og inn í húsnæðið. Fyrr í sumar unnu iðnaðarmenn að því að leggja nýjan dúk á þakið og er það gert í því skyni að koma í veg fyrir frekari leka.

Sjá má á forsíðumynd má sjá hvernig byggja þarf upp gólf yfir sundlauginni til að hægt sé að vinna að endurbótum.

Mynd/Fjallabyggð