Aðventudagatali kirknanna í Eyjafjarðar- og Þingeyjarprófastsdæmi var hleypt af stokkunum í gær, 1. desember.
Þar er ýmist um að ræða talað orð eða sungið eða þá hljóðfæraleik og misjafnt eftir söfnuðum.
Í dag er komið að Siglufjarðarkirkju. Drengirnir sem unnu Söngkeppni framhaldsskólanna fyrir skemmstu eru fulltrúar okkar, Hörður, Júlíus, Mikael og Tryggvi.
Um miðjan desember verða þeir aftur á ferðinni. En hér er sumsé framlag Siglufjarðarkirkju þennan daginn, lagið: Það snjóar: https://www.facebook.com/eythingpro/videos/1385145205197915