Hálka eða snjóþekja á vegum og víða er éljagangur og skafrenningur á Norðurlandi. Á Vatnsskarði er snjóþekja og stórhríð.

Vegurinn yfir Þverárfjall er lokaður vegna óveðurs

Óvissustig er í gildi á Siglufjarðarvegi og Ólafsfjarðarmúla vegna snjóflóðahættu.

Nú er færð víða farin að spillast og er um að gera að fylgjast vel með færð og veðri áður en lagt er upp í ferðalög.