Á 353. fundi sveitarstjórnar Dalvíkurbyggðar var ákveðið að framlengja til ársloka 2023 tímabundinni niðurfellingu á gatnagerðagjöldum til einstaklinga og fyrirtækja á lóðum við þegar tilbúnar götur til byggingar íbúðarhúsnæðis og atvinnuhúsnæðis.

Lausar lóðir

Hér má sjá reglur Dalvíkurbyggðar um tímabundna niðurfellingu gatnagerðargjalda

Vakin er athygli á því að samkvæmt 3.gr. reglnanna þá þurfa framkvæmdir að hefjast innan gildistíma reglnanna það er fyrir 31.12.2023.

Allar nánari upplýsingar veitir Bjarni D. Daníelsson, sviðsstjóri framkvæmdasviðs á netfanginu bjarnidan@dalvikurbyggd.is