Garðeigendur í Dalvíkurbyggð geta nú sótt sér moltu án endurgjalds í haug við áhaldahúsið.
Um er að ræða tvenns konar moltu:
Gróðurmoltu sem er hágæða molta unnin úr gróður- og grasleifum sem til falla á Eyjafjarðarsvæðinu. Þessi molta hentar í alla almenna garðrækt og í matjurtargarða sem jarðvegsbætir og næringargjafi. Æskilegt er að blanda moltunni saman við mold eða sand og dreifa ofan á mold.
Kraftmoltu sem er hágæða jarðvegsbætir sem unninn er úr lífrænu hráefni frá heimilum og sláturhúsum sem fellur til á Eyjafjarðarsvæðinu. Hægt er að nota þessa moltu á grasflatir bæði sem áburð ofan á og eins við sáningu í blómabeð og trjá- og runnabeð. Nánari upplýsingar er hægt að nálgast á heimasíðu Moltu.
Moltan er eingöngu ætluð einstaklingum en ekki fyrirtækjum.
Frétt og mynd fengin af vef: Dalvíkurbyggðar