Miðvikudaginn 30. maí, fóru galvaskir 9. bekkingar úr Dalvíkurskóla í ruslatínslu austur á sand en fyrirtækið Sæplast á Dalvík styrkti ruslatínsluverkefnið með 100.000kr. framlagi í ferðasjóð ungmennanna.

Hefð er fyrir því að 9. bekkur sjái um ruslahreinsun á sandinum og varð engin breyting þar á þetta árið. Sandurinn var genginn austur að árósum og til baka aftur, bæði fjaran sjálf og melarnir og vegurinn fyrir ofan, alla leið að gámasvæðinu. Allt sýnilegt rusl var tekið og fyllti það pallbíl Sæplast eins og sjá má á meðfylgjandi mynd af hópnum.

Frétt og mynd fengin af vef: Dalvíkurbyggðar