Í dag 5. júlí 2018 kl. 19:15  fer fram líklega stærsti leikur 3. deildarinnar fram og er það viðureign Dalvík/Reynis – KF. Nágrannaslagur af bestu gerð! KF og Dalvík hafa mæst 19 sinnum frá árinu 2011 samkvæmt KSÍ og hefur KF unnið 10 leiki, 3 leikir hafa farið jafntefli og Dalvík hefur unnið 6.
Á síðasta tímabili mættust þessi lið í 3. deild karla og hafði KF betur í bæði skiptin fyrst á Ólafsfjarðarvelli 3-1 og svo á Dalvík vannst leikurinn 5-2.

Á þessu tímabili hefur Dalvík byrjað frábærlega á mótinu og sitja þeir í efsta sæti deildarinnar með 6 sigra og 2 töp. Markahlutfall Dalvíkur er þannig að Dalvík hefur skorað 18 mörk og fengið á sig 9 og eru þeir einnig með markahæsta leikmann deildarinnar hann Nökkva Þeyr Þórisson með 8 mörk, Hann hinsvegar mun ekki spila leikinn gegn KF þar sem hann fékk beint rautt í síðasta leik gegn KH.

KF hefur hinsvegar þurft að sætta sig við vonda byrjun á tímabilinu og sitja þeir í sjöunda sæti deildarinnar með 9 stig með 3 sigra og 5 töp. Markahlutfall KF er þannig að KF hefur skorað 7 mörk og fengið á sig 11. Markahæsti leikmaður KF er Ljubamir Delic með 3 mörk.

 

Frétt af kfbolti.is
Mynd: Guðný Ágústsdóttir