Dalvík/Reynir og KF áttust við á Dalvíkurvelli í 3. deild karla í kvöld. Þetta var eini leikur kvöldsins í 3. deildinni.

Dalvík/Reynir var og er á toppi deildarinnar en þeim tókst hins vegar ekki að brjóta niður KF í kvöld. Til hughreystingar fyrir Dalvíkinga þá skoraði KF ekki heldur í leiknum.

Niðurstaðan markalaust jafntefli.

Dalvík/Reynir er á toppi deildarinnar með 19 stig, þremur stigum meira en KV sem spilar á morgun. KF er í sjöunda sæti deildarinnar með 10 stig úr níu leikjum.

Frétt: Fótbolti.net