Íbúar sem eiga rétt á frístundastyrk Húnaþings vestra eru hvattir til að nýta sér hann. Upphæð styrksins er 25.000 kr.

Öll börn og ungmenni frá 0-18 ára með lögheimili í Húnaþingi vestra eiga rétt á að sækja um styrkinn. Foreldrar/forráðamenn þurfa að sækja um styrkinn í gegnum íbúagátt sveitarfélagsins.

Hægt er að sækja um styrkinn fyrir skipulagt íþrótta- og tómstundastarf í Húnaþingi vestra, eða greiðslu árskorta í íþróttamiðstöð Húnaþings vestra. Einnig sem innborgun á tónlistarskólagjöld. 

Athugið að það skal vera búið að sækja um frístundastyrk fyrir 15. desember ár hvert.

Reglur um notkun frístundakortanna má finna hér.