Boltanudd er góð leið til að vinna sjálfur á bólguhnútum og þreyttum vöðvum.
Heilsueflandi Fjallabyggð býður íbúum á stutt námskeið í boltanuddi.
Þriðjudaginn 3. desember kl. 17:15 í íþróttasal Grunnskóla Fjallabyggðar við Norðurgötu
Laugardaginn 7. desember kl. 10:00 í íþróttahúsinu Ólafsfirði
Hvort námskeið er áætlað 45 mín.
Í flestum tilfellum er nóg að mæta á annað námskeiðið en fólk er velkomið á bæði.
Leiðbeinandi er Guðrún Ósk Gestsdóttir ÍAK einkaþjálfari.
Ef þið eigið bolta má endilega taka hann með, en boltar eru á staðnum bæði til láns og sölu (kr. 1.000)
Allir velkomnir – enginn aðgangseyrir en til að geta áætlað fjölda væri gott ef fólk skráði sig á heimasíðu Fjallabyggðar.