Bann við opnum eldi.

Samhliða hættustigi almannavarna hafa allir slökkviliðsstjórar á Norðurlandi Vestra tekið þá sameiginlegu ákvörðun að banna meðferð opins elds vegna þurrkatíðar sem nú geysar.

Slökkviliðsstjórar hafa sammælst um að slíkt bann sé nauðsynlegt þar sem mikil eldhætta getur skapast af litlum neista.

Sjá nánar… https://www.almannavarnir.is/frettir/aframhaldandi-haettustig-almannavarna-vegna-grodurelda/

Eins og Pálmi Gunnarsson syngur í lagi og texta Guðmundar Ingólfssonar frá Hvammstanga:
“Af litlum neista verður oft mikið bál !”.