Systrafélag Siglufjarðarkirkju er að hefja sína árlegu merkjasölu. Gengið verður í hús á Siglufirði á næstunni og nýja merkið boðið til sölu.

Félagið vonast til að íbúar bæjarins taki jafn vel á móti Systrafélagskonum og verið hefur undanfarin ár.

Eina markmið Systrafélagsins er að styðja við og hlúa að kirkjunni á Siglufirði.

Merkið kostar aðeins 1.000 krónur.

 

Heimild: siglfirdingur.is