
Högni Egilsson
Högni Egilsson heldur tónleika í Siglufjarðarkirkju laugardaginn 27. júlí kl. 20:00.
Högni er einn af eftirlætis listamönnum þjóðarinnar og hefur sett mark sitt á tónlistarlíf Íslands í meira en áratug. Hann hefur samið fjölda þekktra laga sem ratað hafa víðs vegar, bæði út fyrir landsteinana og hér heima, hvort sem það er í útvarp eða sjónvarp.
Tónleikarnir eru hluti af tónleikaferðalagi hans um landið.
Tónleikagestir mega búast við einstakri tónlistarveislu í Siglufjarðarkirkju laugardaginn 27. júlí kl. 20:00.
Frítt inn – allir velkomnir