Frjó er þriggja daga listahátíð þar sem fram kemur listafólk og skapandi einstaklingar og framkalla list sína með ólíkum miðum, og sameinast í einum suðupotti um miðjan júlí ár hvert á Siglufirði.
Tekist hefur að stuðla að og byggja upp á Siglufirði sannkallaðan leikvöll lista þar sem tilraunamennska, galsi og frjálst flæði leika lausum hala.
Sumarið gefur tilefni til langra bjartra nátta og orkan sem umlykur allt er mögnuð eins og einungis gerist á þeim árstíma. Alþýðuhúsið stækkar því viðburða og sýningarstaði sína út í Garð og víða um bæ og skráir til leiks listafólk í Fjallabyggð og annarra menningaraðila.
Listafólki og gestum sem taka þátt í Frjó gefst færi á að upplifa 6 – 8 listviðburði á dag og dvelja saman og miðla list sinni, skoðunum og kunnáttu. Einnig verða fyrir áhrifum hvort af öðru, mynda tengsl og jafnvel samstarf sem nær útfyrir hátíðina. Þau kynnast bæjarfélaginu, náttúrunni sem er allt um likjandi og áhugasömum bæjarbúum og öðrum gestum.
Þátttakendur og dagskrá:
Kl. 14:00 – 16:00 – Segull 67, opnun – Ólöf Helga Helgadóttir
Kl. 14:00 – 16:00 – Segull 67, opnun – Arnar Steinn Friðbjarnarson
Kl. 16:00 – 18:00 – Ráðhússalur Siglufjarðar, opnun – Katrin Hahner og Jasa Baka
Kl. 17:00 – 19:00 – Kompan, Alþýðuhúsið, opnun – Hekla Dögg Jónsdóttir
Kl. 17:00 – 19:00 – Garður við Alþýðuhúsið, gjörningur – Maximilian Liko og Jessica Skov
Kl. 20:30 – 21:10 – Alþýðuhúsið, tónleikar – Plasmabell
Kl. 21:30 – 22:30 – Alþýðuhúsið, tónleikar – Move, Óskar Guðjónsson, Matthías Hemstock, Eyþór Gunnarsson, Valdimar Kolbeinn Sigurjónsson.
12. júlí
Kl. 12:00 – 13:00 – Alþýðuhúsið, píanótónleikar – Fenrir Ván Óskars
Kl. 14:00 – 16:00 – Segull 67, sýning – Ólöf Helga Helgadóttir
Kl. 14:00 – 16:00- Segull 67, sýning- Arnar Steinn Friðbjarnarson
Kl. 14:00 – 17:00 – Kompan, Alþýðuhúsið, sýning – Hekla Dögg Jónsdóttir
Kl. 14:00 – 17:00 – Ráðhússalur Siglufjarðar, sýning – Katrin Hahner og Jasa Baka
Kl. 14:00 – 19:00 – Tankurinn við Síldarminjasafnið, gjörningur – Haust
Kl. 17:00 – 17:30 – Alþýðuhúsið, upplestur – Þórey Ómarsdóttir
Kl. 17:30 – 18:00 – Alþýðuhúsið, upplestur – Pétur Torfi Guðmundsson
Kl. 20:30 – 21:30 – Alþýðuhúsið, tónleikar – Masaya Ozak
Kl. 21:30 – 22:30 – Alþýðuhúsið, tónleikar – Magnús Trygvason Eliassen, Tumi Árnason og Birgir Steinn Teodorsson
13. júlí
Kl. 14:00 – 16:00 – Segull 67, sýning – Ólöf Helga Helgadóttir
Kl. 14:00 – 16:00- Segull 67, sýning- Arnar Steinn Friðbjarnarson
Kl. 14:00 – 17:00 – Kompan, Alþýðuhúsið, sýning – Hekla Dögg Jónsdóttir
Kl. 14:00 – 17:00 – Ráðhússalur Siglufjarðar, sýning – Katrin Hahner og Jasa Baka
Kl. 15:00 – 16:00 – Alþýðuhúsið, Sunnudagskaffi, uppistand – Ólafía Jónsdóttir og George Rasoulis
Verk í Garðinum eiga:
Brák Jónsdóttir
Haraldur Jónsson
Elín Margot
Will Owen
Aðalheiður S. Eysteinsdóttir